Eins og ég sagði áðan er Beyond the Wasteland nýja platan með Brain Police og hin allra besta. Öll lögin á plötunni eru góð og hljóðfæraleikurinn einnig.
En það sem ég féll fyrst fyrir við þessa plötu er hvað söngurinn, söngvarinn er ótrúlega góður,
Hann semur nánast í öllum lögunum frábærar laglínur við einfaldan undirleik, í lögum á borð við Mystic Lover og Thunderbird féll ég gjörsamlega fyrir honum og er hann án efa besti rokksöngvari Íslands að mínu mati.
Gítarleikarinn og bassaleikarinn eru mjög þéttir og vinna vel saman og þeir semja öll þessi góðu stef sem söngvarinn bætir svo ofan á með flottum laglínum. Trommuleikur á plötunni er líka mjög góður og sá besti sem ég hef heyrt í íslensku rokki.
Að mínu mati fær Beyond the Wasteland fjórar af fimm stjörnum og ég mæli eindregið með þessari plötu og er Brain Police svo sannarlega besta íslenska rokksveitin!
Síðan hér fyrir neðan ætla ég að gefa lögunum stjörnur og hámark eru fimm stjörnur.
1. Rooster Booster, fjórar
2. Hot Chicks & Hell Queens, fjórar
3. Black Tulip, þrjár
4. Thunderbird, fjórar
5. Snake, fjórar
6. Mystic lover, fimm
7. The Baron, fjórar
8. Leo, fjórar
9. Human Volume, fjórar
10. Beyond the Wasteland, þrjár
11. Sweet Side of Evil, þrjá
Fisksalinn Ottó