Það er bara þessi ánægja sem fylgir því að koma með nýjan disk heim og hlusta á hann í fyrsta skipti. Þetta er virkilega ávanabindandi. Maður þarf að vinna fyrir diskunum, maður blæðir fyrir þá, maður gefur sjálfum sér gjöf fyrir góða frammistöði í einstökum þáttum lífsins.
Maður fær að uppgötva tónlist hægt og rólega, ég geng nú ekki svo langt að alhæfa en mér finnst ég elska tónlist meira heldur en kunningjar mínir sem dowloada henni bara á 10 mínútum og eru búnir að afgreiða þetta á einn og hálfum tíma mestalagi og geta farið að snúa sér að næsta disk.
Að setjast niður með glænýjan disk, taka hann úr plastinu, opna hulstrið í fyrsta sinn og setja nýjan diskin í græjurnar og hlusta, á meðan skoðar maður bæklingin og hlustrið gaumgæfilega er óviðjafnanlegt, tala nú ekki um þegar diskurinn er góður, þá getur komið yfir mann einhver alsæla, einhversskonar víma, sem endist örugglega mun lengur en eiturlyfja vímur.
Síðan eru diskar bara svo miklu meira heldur en sjálf tónlistin, það eru koverin, bæklingarnir (sem eru því miður orðnir allt of sjaldgæfir og lélegir nú til dags) og margt fleira. Síðan veður þetta einskonar skraut, að vera með geisladiska til sýnis er frábær ísbrjótur, maður getur alltaf horft á geisladiskana og violla komið nýtt umræðuefni.