Ég var svona aðeins að hugsa um cover lög…
Afhverju finnst öllum að lög séu ónýt eftir lélegt cover?
Sem dæmi þá sögðu flestir vinir mínir að Don't Stop Me Now væri ónýtt lag eftir að einhverjir McFly tóku það snilldar lag eftir þá.
Svo sögðu líka allir sem ég veit um að Limp Bizkit hefðu algjörlega klúðrað því að taka Behind Blue Eyes eftir meistarana The Who.
Svo hef ég líka heyrt frá einhverju fólki að Korn mistókst hræðilega með því að taka Another Brick in the Wall eftir Pink Floyd.
Ég hef líka heyrt það sagt að Fugees eyðilöggðu lagið No Woman No Cry eftir Bob Marley þegar þau hálfgerðina röppuðu þetta frábæra lag.
Svo tóku Anthrax lagið I'm Eighteen eftir Alice Cooper fyrir andskoti mörgum árum, hef það ekki alveg á hreinu en nokkrir félagar mínir sem eru aðallega í rokkinu segja að Anthrax höfðu gjörsamlega eyðilaggt lagið.
Ég man ekki fleiri cover lög atm.
En hérna, afhverju finnst ykkur/fólki eins og lögin sé ónýt?
Þau eru ekkert ónýt!
Afhverju? Því þú getur alltaf hlustað á upprunalega bandið með góða lagið sitt!
Ekki satt?
Sem sagt, mér finnst frekar fáranlegt að segja að hljómsveitir eyðileggja lögin með því að taka léleg cover á þeim :)