þegar ég segi snobb eða snobb bönd þá er ég ekki að tala um tónlist eða bandið sem slíkt eða slík, ég er að tala um meirihluta aðdáendahóps umrædds bands og það er alltaf loðið við prog bönd að það eru ekkert nema tónlistarsnobb fífl sem hlusta á þau þrátt fyrir að jújú þau eru góð, dæmi t.d. Genesis.
Af hverju “helvítis gullaldartímabil”, því mér finnst flokkun tónlistar í geira alveg nóg, það þarf ekki að flokka tónlist í gæðum eftir einhverjum sérstökum tíma í tónlistarsögunni, og ef þau pælir aðeins í því, BARA nokkrum böndum… hefuru virkilega stundað þetta heimskulega áhugamál, það eru svona mesta lagi 20-30 bönd sem gera upp þetta “áhugamál” and that's it, ég gæti talið þau… …hey ætli ég geri það ekki bara: Led Zeppelin, Pink Floyd, The Beatles, The Who, The Doors, Yes, King Crimson, The Moody Blues, Janis Joplin, Cream, Jimi Hendrix [Experience], The Kinks, Uriah Heep, The Rolling Stones, Jethro Tull, Deep Purple, Queen, Blind Faith, Black Sabbath, Kansas, Journey, ELP, ELO, Allman Brothers, C,S,N&Y, The Beach Boys, David Bowie, Bob Dylan, Leonard Cohen, BÖC yaddi yaddi yaddi…
Pældu aðeins í þessu, í smá stund… þetta eru meira og minna allt æðisleg bönd og æðislegir listamenn en, er þetta í alvöru áhugamál útaf fyrir sig, ég skil það jú að mikill hluti fólks á það sameiginlegt að fíla aðeins meira en aðrir þessu bönd hér og kannski jú nokkur önnur sem tilheyra þessu áhugamáli en eiga kannski ekkert heima þar, t.d. The Velvet Underground, Roxy Music, Steely Dan… það sem verður úr þessu í meirihluta eru fokking krakkar og unglingar sem verða svo ástfanginn af sínum “einstaka” áhuga á tónlist því þau óvart gripu í gripu í einhverja plötu hjá pabba eða stóra bróðir, og verða svo hluti af kynslóð sem ruddist fram hérna á íslandi fyrir circa 3-4 árum sem gerir í því að leggja aðra í einelti tónlistarlega því; “það hefur ekki verið gerð eins góð tónlist síðan 1975”, “tónlist þá var gerð með tilfinningu”, “fólkið tileinkaði sér eitthvað og fylgdi því eftir þá”, “fólk þorði þá að vera djarft” eða eitthvað álíka mikið kjaftæði.
En nóg um það, ég, hvað hlusta ég á… …nenni ekki að fara útí það, en það er ekki einskorðað við eitthvað tímabil.