Rokksveitin Incubus er á leið hingað til lands á næsta ári og mun halda tónleika í Laugardalshöll 3. mars en sveitir er u.þ.b. að fara að senda frá sér nýja plötu og verða tónleikar sveitarinnar liður í að fulgja henni eftir.
Incubus þekkja margir en sveitin sló í gegn árið 1997 í kjölfar nú-metal bylgjunnar sem Korn leiddi og gat síðar af sér vondar sveitir á borð við Limp Bizkit og síðar Papa Roach og fleiri.

Miðasala á tónleika Incubus hefst 12. desember og víst er að fólk mun fjölmenna enda gæða bandaríkjarokk þarna á ferðinni.