Á tónleikunum sem þeir héldu á Seyðisfirði fyrir svona 2 mánuðum keypti ég mér sérstakan Seyðisfjarða-tónleikabol með Seyðisfjarðakirkjunni á. Þennan bol keypti ég mér þar sem allar aðrar Sigur Rós vörurnar voru seldar. Ég borgaði fyrir bolinn en þar sem það hafði orðið mistök í prentuninni á bolunum þá þurfti ég að bíða eftir því að ég fengi bolinn sendan heim til mín, ég fékk kvittun og allt. En núna mörgum vikum seinna er ég ekki ennþá búinn að fá þennan bol og ég var að spá hvort það væri ekki einhversstaðar hægt að hafa samband við einhvern sem er í kringum SigurRós og spyrja viðkomandi út í þetta.

p.s. Þess má geta að vinur minn hérna á huga, Gummi, keypti sér líka bol og hefur ekki heldur fengið hann…leiðinlegt að eyða 2500kalli í geðveikan bol sem síðan kemur ekki…