Þegar ég er að hlusta á tónlist þá þarf ég alldrei t.d. að byrja á því að fara að finna einhvern geisladisk. Ég er bara með þetta allt inná tölvunni í mp3. Set alltaf bara allt inná tölvuna um leið og ég fæ einhvern disk og svo bara snerti ég ekki diskinn aftur, þá meina ég bara alldrei. Og ef þetta er góður diskur og orginal og mér langar til þess að hlusta á í bílnum þá frekar skrifa ég þann orginal og er með skrifað eintak í bílnum. Tími ekki að vera með rándýra orginal diska í bílnum.
Þannig geisladiska nota ég ekki nema það sé fyrir bílinn.
Hvernig er þetta fyrirkomulag hjá ykkur?
Cinemeccanica