Já ég veit ekki með ykkur en mér finnst þessar útvarpsstöðvar báðar orðnar algjörlega handónýtar. Ég er rokkari og gladdist mikið þegar Xfm fór í loftið eftir lokun X-ins hér um árið. Ekki leið á löngu þar til X-ið fór aftur í loftið því greinilega var markaður fyrir þetta hér á landi. En nú lítur myndin öðruvísi út. Það er frekar undantekning að þarna heyrist almennilegt rokk því svo virðist sem fyrirtæki eins og t.d. Sena séu að breyta þessum stöðvum í markaðshórur sem spila nær eingöngu það sem selur. Það er mér gjörsamlega óskiljanlegt af hverju útvarpsstöðvar sem kenna sig við rokk spila tónlist eins og Coldplay, Stereophonics, Keane, Radiohead, U2, Oasis o.s.frv.
Ef ég vil hlýða á þess háttar viðbjóð þá stilli ég á Bylgjuna eða LéttFM. Sem betur fer er til eitthvað sem heitir internetið og hef ég fundið þar prýðisgóðar rokkstöðvar sem eru menn halda sig við upphafleg markmið og eru ekki í sellout pakkanum.
Kippið þessum viðbjóð í lag!