Nú lenti ég í því leiðindarveseni að annar harði diskurinn minn hrundi fyrir alls ekki svo löngu og endaði það með formatti. Þó svo að ég sakni frapsins míns mest að því sem var þarna þá sakna ég tónlistarinnar minnar líka alveg rosalega. Þannig ég spyr;
Værir þú, lesandi góður, til í að pikka inn jafnvel nokkrar af eftirlætis hljómsveitum þínum, svo ég fái einhverjar hugmyndir af því hverju ég ætti að downl.. heh.. útveiga mér á eins löglegan hátt og mögulegt er.. jám =)
Það væri allavegana frábært. Ég kannski bæti því við að mér er nok sama undir hvað tónlistin væri “flokkuð” í einhverjum tímaritum. Bara það að einhver fíli hana ætti að vera nóg til að hægt sé að hlusta á hana og jafnvel kynnast einhverju nýju í leiðinni.
Með fyrirfram þökk.
indoubitably