þetta er bara pirrandi afþví að það er ótrúlegt en satt til fólk sem hefur mikinn metnað fyrir raftónlist, house, drum & bass, techno og hvað þetta nú heitir allt saman, og ekki bara metnað heldur ástríðu.. og það fólk sem hefur ástríðu fyrir þessari tónlistarstefnu er yfirleitt ekki útbrunnið dópistapakk heldur fólk með brennandi tónlistaráhuga sem kynnt hefur sér mikið af tónlist..
þessvegna er asnalegt að sjá trekk í trekk vanhugsaða og niðurlægjandi umræðu um raftónlist, heldurðu ekki að djassáhugamaður hefði brugðist eins við ef að ég hefði spurt hann um ‘eitthvað hresst trompetdiskó’
ef þú villt fræðast meira.. byrjaðu þá dildæmis að hlusta á útvarpsþætti:
Party Zone á Rás tvö (90.1 og 99.9 á höfuðborgarsvæðinu), alla laugardaga frá c.a. 19.30 til 22.00.
Flex Music á X-inu fm 97.7 alla laugardaga frá 22.00 til 24.00
Breakbeat.is á X-inu fm 97.7 alla miðvikudaga frá 22.00 til 24.oo
Techno.is á Flass fm 104.5 alla miðvikudaga frá 22.00 til 24.oo
svo lifum við á internet tímum.. íslenskar heimasíður:
http://www.hugi.is/raftonlist http://www.pz.is http://www.techno.is http://www.breakbeat.is http://www.flex.is þetta ætti að koma þér eitthvað áfram
svo ætti bókin ‘Last night að DJ saved my life’ að vera skyldulesning í skólum landsins.. þar kemur meðal annarst fram að það var plötusnúður sem fann upp rokk og ról!!!