Það er eitthvað sem við öll þekkjum. Það jafnast fátt á við að smella góðum disk í græjurnar og þurfa aldrei að hugsa með sér: “Mikið djöfull er þetta leiðinlegt lag”. Frekar viljum við hafa setningu á borð við “Fokk hvað þetta er gott lag!” ómandi í hausnum á okkur. Það hins vegar eru ekki svo margir diskar sem uppfylla þá þörf fyrir hvern og einn.
Hjá mér er það Temples of Boom með Cypress hill og Hljóðlega af stað með Hjálmum.
Svo að ég spyr, hvaða diskar eru fyrir þér skip-laga lausir diskar?