Ég fékk “gamla” diskinn þeirra í afmælisgjöf og so nýja diskinn í jólagjöf. Mér finnst þeir alveg hreint frábærir.
Góð melodía í lögunum þeirra. Hressileg lög í bland við rólegri tóna. Textagerðin er síðan ekkert smá flott. Mjög spes og öðruvísi og rosa flott.
Þeir eru að setja eitthvað í nýjan búning og t.d. fyrsta lagið á nýja disknum “Ég vil fá mér kærustu” sem er gamalt sænskt þjóðlag sem var íslenskað fyrir löngu síðan og mamma mín þekkir m.a. Allt sem þeir gera er feikilega vel gert og fagmalega að öllu staðið
Það er allavega mín skoðun.
Hvað finnst ykkur?
[quote="Elie Wiesel"]"There may be times when we are powerless to prevent injustice, but there must never be a time when we fail to Protest!."[/quote]