Komiði sæl. Er til eitthvað forrit á netinu sem ég get sótt og breytt tónlist sem ég spila með því. T.d. spilað midi og tekið út hljóðfærið sem spilar laglínuna. (Gert karoke útgáfu?)
Ertu að meina að breyta midi eða alvöru lögum? Ef það er midi veit ég um eitt gott forrit, VanBasco's Karaoke player (ég man ekki alveg hvernig karaoke er skrifað þarna en það ætti að duga að skrifa VanBasco's í google)
Ef þú ert að meina að breyta alvöru lögum er það miklu erfiðara. Þá get ég allavega ekki hjálpað …
Takk fyrir. Það sem ég var að spá í er forrit sem getur tekið út hljóðfæri í midifile lögum. Oft er hljóðfæri sem spilar sönglínuna. Hvort hægt sé að taka hana út.
Í þessum player sem ég sagði frá er gluggi þar sem er hægt að sjá hvaða hljóðfæri spila og þar er hægt að ýta á rauðan takka til að muta hljóðfærið. Þá er hægt að taka út þau hljóðfæri sem maður vill.
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana.
Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..