Ég var að lesa grein http://www.sysinternals.com/blog/2005/10/sony-rootkits-and-digital-rights.html eftir Mark Russinovich sem fjallar um atvik sem kom fyrir þegar hann keypti tónlist af amazon.com og fór að hlusta á diskinn “sem var copy protected af sony” þegar hann komst að því að diskurinn hefði ræst forrit í tölvunni án hans vitundar og faldi forritið í tölvunni eins og vírusar gera vanalega “malware” og ekki nóg með það þá skannaði forritið skrárnar sem þú ert með í gangi jafnvel þótt þú lokar fyrir forritið sem þú ert að hlusta á í tölvunni, sem veldur því að tölvan fer að virka hægar.
Ef þú ert það klár að finna út hvaða forrit gerir þetta ekki láta þér detta í hug að reyna að fjarlægja það nema að þú sért virkilega sérfræðingur í hugbúnaðarverkfræði eða kerfisfræðingur því að um leið og þú fjarlægir forritið þá keyrir hún öðru varnarforriti og læsir diskettudrifinu sem þú notar til að hlusta á geisladiska.
Ég veit ekki hvort þessir diskar séu til sölu á íslandi eða hvort skífan og co séu að hugsa sig um að setja svona upp kerfi á íslandi þá hryllir mig umhugsunina um hve langt þeir vilja ganga til að koma í veg fyrir að fólk hlaði niður tónlist á netinu án þess að borga fyrir það.
Maður gerir sér grein fyrir að það sé erfitt fyrir þá að koma í veg fyrir það en fyrirtækin hafa engan rétt á því að setja hugbúnað á tölvuna mína án míns leyfis, og að setja inn hugbúnað á tölvuna mína og að gera það eins og að setja inn vírus finnst mér að ætti að varða við lög.
En ágætt að hafa verið varaður við þessu.