Svona til að reyna að koma fram skoðunar “techno” hlustanda þá verð ég að segja að flest svörin hérna byggjast á vanþekkingu og engu öðru.
Techno er tæknilega séð undirstefna House sem byggist á orðinu Warehouse sem er nafn á klúbbi í bandaríkjunum sem var uppi nokkrum áratugum og kom þá þessi tónlistar stefna þar upp þegar diskóplötur og öðrum stefnum var blandað saman í 1 lag og varð svona mixering nokk vinsæl.
Og undir þessari yfir stefnu sem House er þá er t.d Techno - Trance - House - Breakeat og undir þeim eru margar undirstefnur eins og t.d detroit techno eða t.d progressive trance.
Techno byggist aðalega á ásláttarhljóðfærum og þá ekkert endilega bara úr rafrænum tækjum og tólum.
Undir techno eru margar undirstefnur sem sækja áhrif sín af mörgum stöðum eins og flestar tónlistarstefnur.
Trance byggist á melódíunni og er til þess gerð að skapa yndislega tilfinningu á dansgólfinu eða heima hjá þér, en eins og nafnið gefur til kynna þá kemst maður í hálf gerðan trance við að hlusta á svona tónlist þeas ef maður fílar hana.
Trance er oft kölluð hnakka tónlist eða einfaldlega bara dópistatónlist og aftur er það frekar vanþekking mann þar á ferð eða einfaldlega bara fordómar. Eins og í techno'inu þá eru hérna undirstefnur.
House er annar undirflokkur undir House yfirflokknum og sækir helstu áhrif sín úr jahh sumir vilja meina að house sæki sín áhrif úr diskó'inu gamla dauða en það er álita sumra.
eins og í hinum stefnunum þá koma áhrifin úr mörgum áttumþ.
Breakbeat er alveg risastór flokkur tónlistar undir þeim flokki þá koma stefnur eins og hiphop , chemical (fatboy slim og fleiri)og drum ‘n bass en þessar stefnur byggjast á því að ýmsir trommu taktar eru teknir fyrir ,kliptir sundur og saman og settir saman að nýju undir nýju “break’i” Sveitin Apallo 440 notar til dæmi á live tónleikum sínum raunverulegt trommusett og aðra hljóðfæraleikara.
Svo eru til margar aðrar undirstefnur undir stóra House flokknum en það er bara of mikið til þess að telja upp ,þetta eru þessar helstu stefnur sem fók hefur verið að bítast á og beinlínis skitið á og ættu núna margir lesendur huga að geta farið frá þessu svari mínu einhvers vitrari og hafa vonandi eitthvað lært af þessu.
Til að loka þessu hjá mér þá ætla ég að nefna nokkur lög sem flokkast undir þessar stefnur.
Techno.
Viper XXL - Brotherhood (Swedish techno)
Cave - Street Carnivale (Tribal)
Mauro Picotto - Taotek
Trance.
Ferry Corsten - Punk (Electro trance)
William Orbit - Barbers Adagio for strings (Euphoric trance)
Yoji Biomehanika - Hardstyle disco (Hardstyle)
Dumonde - Can u dig it (Hard trance)
Coldplay - clocks (Marco V remix) (Tech-trance)
House.
Mauro Picotto - Coldfunk (Frábært remix af Coldplay - clocks)
Mauro Picotto - Back To cali (funky mix)
Breakbeat.
Eminem - Stan (Hiphop)
Bad Company - Nitrous (Hard step)
Britney spears - Toxic (bootleg mix) (Liquid (drum 'n bass)
Fatboy slim - Micheal Jackson (Chemical)
The prodigy - Voodoo people (Breakbeat)
Rank 1 - Breathing (Airwave 2003) (Breakz dub mix) (Breakz)
Vonandi hafiði eitthvað lært af þessu…