Landsmót lúðrasveita 2005 var haldið á Akranesi sl. helgi. Þar mættu um 900 krakkar, skipt var í Gula, Rauða, Græna og Bláa hljómsveit, ég var í bláu :)
Vill svo til að einhver hugari hafi verið þarna líka?
Ég var þarna líka. Ég var að spila með LÆ og fór bara á mótið líka. Reyndar er ég frá litlum bæ og það eru ekki nógu margir lengra komnir til að búa til C/D sveit svo ég var sett í grænu B sveitina, sem var reyndar ágætt.
Stjórnandinn í bláu sveitinni er úr minni lúðrasveit :) Hvernig fannst þér?
Já, ég fór á þetta. Fór bara á þetta útaf því að ég var að spila með LÆ og Jagúar :) 3 skiptið sem ég fór á svona Skólalúðrasveita mót og þetta var bara mjööög gaman! Okkur var skipað í græna sveit því að lúðrasveitin sem ég kom með var ekki nógu stór til að geta verið skipuð sem C/D sveit :P En já, stjórnandinn minn var með Bláu sveitina… gaman af því ;) En þetta var rosalegt, sérstaklega ballið með Jagúar!
Gauirnn sem var á trommusettinu kunni ekki að “breika”, slá á cymbal þrisvar og svo einu sinni á sneril og bassatrommu í leiðinni og margt fleira… Litli gaurinn í okkar lúðrasveit sem lítur út fyrir að vera fimm ára er hundrað sinnum betri…
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana.
Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..