Í ár kláraði ég tónfræði fyrir fullt og allt.
Bóklega þ.e.a.s. eina sem ég á eftir er að skila loka loka loka loka verkefni mínu í tónfræði.
Ég má annarsvegar skrifa 8 blaðsíðna ritgerð um tónlistarstefnu , tónlistarmann , höfund , hljómsveit eða e-ð tengt tónlist.
Hins vegar , sá kostur sem ég hallast frekar að , má ég gera tónverk. 16 taktar í það allra minnsta (1mín?).
Þetta er fyrir mér mjög flókið ferli að semja lag enda hef ég aldrei gert það áður.
Tónlistarkennarinn minn sýndi mér magnaðan galdur við A-moll. Sem er alveg stórkostlegur. A-moll hljómur með fortóns hljómnum og undirfortónshljómnum.
Helvíti töff hvering hann myndaði lag bara með þessum 3 hljómum.
Þá fékk ég hugljómum , gera lag með lítilli laglínu og hressandi hljómum.
Svo ég spyr elsku dúllurnar mínar , hvaða forrit er sniðugt til að setja saman lag ?
Er nú þegar með Guitar Pro en það er ekki nógu “skemmtilegt”
Með Þökk.
Semper fidelis