Málið er að ég á eina vínylplötu sem er pínu beygluð þannig að það virkar ekki að spila hana eins og hún á að vera(er öll á misjöfnum hraða) en dauðlangar samt að hlusta á hana. Er eitthvað sem ég get gert til að rétta út henni eins og að leggja bækur eða eitthvað þungt á hana til að rétta við eða er kannski hætt við að hún brotni ?

Ef þið kunnið einhver ráð þá eru þau vel þegin, það er að segja ef hún er ekki ónýt.