Fer eftir hvað þú vilt:
Mæli sterklega með Foxtrot, Selling England by the Pound og The Lamb Lies Down on Broadway ef þú vilt skemmtó prog rock, þarna er Phil reyndar ekki byrjaður að syngja, enn bara trommarinn og Peter Gabriel að syngja.
A Trick of the Tail er rosaleg og frábær byrjun myndi ég segja, mun poppaðari enn það sem kom áður enn ekki rass miðað við það sem átti eftir að koma.
Plöturnar tvær á milli hennar og Abacab eru ekkert meira en fínar hlustanir… enn Abacab ef þú ert eitthvað fyrir synth rock, mjög framsækin (þá…) og skemmtileg plata.
Eftir þetta er það eiginlega bara dead on pop, alls ekkert vont, platan ‘Genesis’ frá ‘82 er alveg ágæt, inniheldur einmitt eitt þeirra frægasta lag, ’That's All' og meistarastykkið (að mínu mati) ‘Mama’. Þeirra vinsælasta plata er í gegn bara höfuðverkur fyrir mig, hún inniheldur nú samt stærstu lögin þeirra og held ég að þú sért að leita af því, skemmtilegt að segja frá því að það voru einmitt gerð 6 myndbönd við þesssa 8 laga plötu :) … enn já á henni eru bla bla lögin ‘Invisible Touch’, ‘Tonight, Tonight, Tonight’ (ok, þetta lag er meistaraverk reyndar), Land of Confusion (tékkaðu á In Flames coverinu einnig), viðbjóðurinn ‘In Too Deep’ og ‘Throwing it all away’.
'91 komu þeir reyndar með smá comeback, fín plata sem kallast ‘We can’t dance', inniheldur meðal annars Ac/dc lagið ‘I Can’t Dance', ‘Jesus He Knows Me’ og meistarastykkið ‘No Son of Mine’…
ALLS EKKI!!! hlusta á ‘Calling all stations’ frá '97.
Ég mæli allavega mest með Peter Gabriel era, enn each to his own…