Hef séð svona hljómborð þar sem að það koma rauðir punktar á þær nótur þar sem að maður á að ýta á og svo á endanum þá getur maður spilað lagið og ég var að spá hvort að það væri hægt að setja inn lög að eigin vali eða kaupa geisladiska sem maður setur inn í hljómborðið sem síðan sýnir manni hvernig maður spilar lögin á geisladiskunum og þá er ég að tala um sérstaka geisladiska til þess en auðvitað ekki venjulega geisladiska sem maður setur inn?
Eru kannski til bækur með þessu (ekki með nótutáknum ef þið skiljð)
þannig að ef mig langar að pikka upp lög eftir coldplay , keane og eitthvað þá gæti ég séð á hvaða nótur ég ætti að ýta á.

Vonandi fattið þið hvað ég er að segja. Svona hálfgerðir karíókídiskar nema að þeir sýna manni hvaða nótur maður á að ýta á en ekki hvaða texta maður á að syngja.

Er eitthvað svona til?