Ekki taka þessu svona alvarlega, ekki eru ljóskur eða hafnfirðingar sívælandi. Síðan eru líka til heavy góðir bassaleikarabrandarar.
Skipsbrotsmenn voru fastir á eyðieyju en heyrðu stanslausan drumbuslátt. Þeir fundu nokkra eyjaskeggja og spurðu hvers vegna trommurnar stoppuðu ekki og innfæddir sögðu:,,Ef trommur stoppa, þá mjög slæmt.“
Skipsbrotsmennirnir urðu forvitnir og stuttu síðar spurðu þeir hvað gerðist ef trommurnar stoppuðu. Enn og aftur svöruðu innfæddir:,,Ef trommur stoppa, þá mjög slæmt.”
Þeir fóru að verða órólegir svo þeir að lokum kröfðust þess að fá að vita hvað gerðist ef trommurnar stoppuðu. Innfæddir voru tregir til en sögðu að lokum:,,Ef trommur stoppa, þá koma bassasóló!"
-Hvers vegna eru trommarabrandarar svo stuttir?
-Til að bassaleikarinn skilji þá!
Endalaust svona, bara taka þessu með gamni.