Þökk sé eintómri peningagræðgi og viðbjóði er tónlist smám saman að falla saman.
7. áratugurinn bjó reyndar yfir svipaðri valdastefnu en tónlistin var líka í samræmi við það, þ.e.a.s hún var ekki bara fjöldaframleidd heldur einnig góð sem að orsakaði hrikalegar vinsældir Bítlanna.
Á þeim áttunda féll sprengjan. Þar kom fram gríðarlegt magn tónlistarmanna sem flestir höfðu það sameiginlegt að vera miklir eiturlyfjaneitendur og spiluðu á risahátíðum eins og Woodstock. Það sem við köllum klassískt rokk kom þá fram; Led Zeppelin, The Who og Jimi Hendrix voru aðal garuarnir. Black Sabbath fundu upp heavy metalinn út frá þeim þróaðist hann með böndum eins og Judas priest, Motorhead, Iron Maiden og fleirum.
Sá 9. einkennist af skelfileika og hlaupa margir í felur ef minnst er á þann áratug þar sem að hin almenna popptónlist er nú talin hræðileg. Mér finnst hann hinsvegar eiginlega bestur vegna þriggja hluta; One hit wonderin sem að eru ekki eins ógeðslega poppuð eru oft mjög mikil snilld, en þó í hófi. Þar má nefna final countdown. Annað er það að hinn sérstaki 80's metall með þunnum, effektuðum gítarhljóðum, shred leadunum, taktföstum rythma og tölvugerðum trommum. Ekki er mikið um frægar hljómsveitir í þessum bransa en þó svipar late 80's efni maiden til þessarar gerðar. Þessi gerð er þó aðallega í tölvuleikjum og teiknimyndum s.s Heman, og þekkja allir þetta sem true 80's. Og síðast og allra best er auðvitað Rokkið sjálft. Gömlu bresku böndið voru á hátindi sínum sem og hátindi þungarokksins að mínu mati. Einnig komu mörg önnur bönd s.s Metallica og anar thrash metall. AC/DC næri líka inn á þetta tímabil. Fyrir utan Guns N'r Roses þá er hair metallinn og glam rokkið að mestu leiti mjög léleg tónlist þar sem að útlitið verður mikilvægara en innihaldið. Því má segja að sá níundi sé bæði sá besti og sá versti af þessum fimm.
Á þeim tíunda deyja öll aðal rokkbönd heimsins annað hvort alveg niður, hætta að geta samið góð lög eða verða meinstream eins og eitthvað poppdrasl. Það eina sem að hélt alvöru punk rokk ímyndinni uppi var grunge'ið en það var fljótt að verða MTV vætt og sú samsteypa stjórnaði bara því sem fólkið vildi og allir, jafnvel þeir sem að höfðu áður haldið uppi rokk og ról ímyndinni. Síðan kom rappið og tölvutónlistin sem að drap allt rokk og eina “góða” voru underground dauðarokksbönd, því þeir höfðu allavega gítar í hönd. Píkupoppið og síðar píkurapp alvöru rappið í kringum 1997 og er það að mínu mati versta tímabilið. En það hvarf fljótt og fáir bera virðingu fyrir mönnum eins og 50 cent, allavega á íslandi.
Ég myndi kalla þennan fyrsta áratug 21 aldarinnar og nokkur ár þar á undan “reunion” Tímabilið. Bönd eins og the Darkness, Hammerfall, strokes, Kings of leon of fleiri endurvekja gömlu góðu rokkgerðirnar. Gömlu böndin, Iron Maiden, Judas Priest og Black Sabbath fá sýna upprunalegu meðlimi og goðin úr Guns N' Roses mynda Velvet Revolver. Svo er aldrei að vita hvað framtíðin ber í skauti sér.
Þetta er svona eiginlega mitt álit á þessu öllu saman, það dó nánast á sínum tíma en kemur sterkt inn á nýrri öld.