Ef þú kannt gott að meta í tónlistarheiminum þá er málið að stilla á RÁS 1 þegar eitthvað kjaftæði um bónda og rugl er ekki. Þáttur sem nefnist hlaupanótan er á RÁS 1 og er eiginlega bara besti tónlistarþáttur landsins finnst mér. Umsjónarmaðurinn tekur fyrir ótrúlega fjölbreytta tónlist og fjallar alltaf um eitthvað nýtt sem er að gerast í tónlistarheiminum. Frábær þáttur. Þar að auki er RÁS 1 með mesta spilun á klassískri tónlist, samt heyrði ég lag með Mars Volta þar um daginn. RÁS 1 er bara mjög fjölbreytt tónlistarstöð en eins og áður sagði borgar það sig að vera ekkert að hlusta á eitthvað leiðinda tal (>finnst mér!<) um bændur, harmonikkur og ljóð, sem er eiginlega eini galli stöðvarinnar að mínu mati.
RÁS 2 er með ágæta tónlistarþætti af og til, en er ekkert sérstök tónlistarlega séð að mínu mati. Bylgjan er náttúrulega bara fáránleg og FM er ekkert nema síendurtekin óhljóð.