Já, þetta eru sannarlega góð rök fyrir því að Michael Jackson sé saklaus….hehehe
En svona án alls yfirdrulls, þá get ég alveg trúað því að hann sé barnaperri. Lenti nú í því hérna um daginn (fyrir nokkru semsagt) að sjá þátt um Michael Jackson á Stöð 2 (var umdeildur þáttur, þú mannst örugglega eftir honum) og þar kom ýmislegt skemmtilegt í ljós.
MJ er maður með rosalega lélegt sjálfsálit eftir erfiða æsku, þar sem pabbi hans var allgjör harðstjóri. Átti víst slæma fyrstu kynlífsreynslu sem hafði einhver áhrif á hann o.s.frv. Man nú kannski ekki smáatriði en hann MJ á mjög bágt, engin spurning með það.
Sést t.d. með öllum þessum lýtaaðgerðum, er aldrei ánægður með sjálfan sig og svo er þessi gífurlegi áhugi á börnum svona a bit to much að mínu mati.
Kynlífið hjá honum með kvenmönnum er líka af skornum skammti af því er segist og öll börnin hans (að ég held) eru gerð með tæknifrjóvgun.
Það er bara svo margt sem er skrítið og dularfullt við þennan mann.
Ég hef ekkert á móti því að þessir ríku kallar eyði helling af peningum til að gefa til styrktar veikum börnum og þannig, en MJ gerir nú meira en það. Börn fá að gista hjá honum og meðal annars með honum inni í svefnherbergi. Sama þó að ekkert gerist þá er það bara siðferðislega rangt. Sérstaklega þar sem hann á ekki þessi börn.
ÉG gæti alveg trúar því að þetta fólk sé líka að reyna að krækja sér í pening, en eru ekki margir að kæra hann núna? Kannski hafa foreldrar bara komið saman og ákveðið að fá pening, en ég veit það ekki. Gæti bæði verið satt svosum.