Hljómsveitin Metallica hefur mun halda tónleika í Egilshöll 4. júlí næstkomandi. Verða þetta síðustu tónleikar sveitarinnar í Evróputúr sínum. Þetta staðfestir Ragnheiður Hansson, aðstandandi tónleikanna hér á landi, og segir að þeir verði miklir að umfangi. Her starfsmanna komi með sveitinni og um 60 tonn af sviðsbúnaði.
Þeir ætla að taka sér frí hérna eftir Evróputúrinn. upplýsir Ragnheiður. Ætla að taka konurnar sínar með og svona. Það kemur fullt af blaðamönnum með svo og róturum og sviðsmönnum. Það er ansi mikið umfang í kringum þetta.