Ég er virkilega ósáttur vegna þessa. Að mínu mati getur japönsk tónlist vel jafnast á við þá tónlist sem hlustað er á hér á klakanum og jafnvel gert betur. Það getur kannski verið erfitt að finna einhverja tónlist frá Japan en það þarf ekki endilega að vera ástæðan fyrir því að fáir hlusta á þesskonar tónlist, heldur finnst mér mun líklegra að það sé erfitt að finna japanska tónlist vegna þess hve fáir hlusta á hana.
Aftur á móti er hlustað á tónlist allstaðar að úr heiminum, Bandaríkjunum, Þýskalandi, Frakklandi, Rússlandi, og jafnvel Indversk tónlist komst á Pottþétt disk, sem sýnir hve vinsæl þessi tvö lög sem enduðu á disknum voru hér á landi. Ég er hreint ekki að segja að sú tónlist sé slæm eða neitt, heldur að allt of lítið sé spilað af japanskri tónlist hér á landi.
Eina japanska lagið sem ég hef heyrt í útvarpi hér eða séð myndbandið af á Skjá 1 er hreint ekki það besta sem Japanir hafa uppá að bjóða. Samt sem áður er það eina japanska lagið sem margir á landinu okkar fagra hafa heyrt, og það finnst mér heldur lélegt því mörg bestu lög sem ég hef heyrt koma frá Japan. Þeir sem hafa gaman af Eurovision lögum gætu vel haft gaman af japanskri popptónlist því Japanir hafa orðið fyrir miklum áhrifum frá einmitt Eurovision. Því þótt mörgum þyki það eflaust ólíklegt þá næst Eurovision í Japan.
Mér finnst að Íslendingar geti vel prófað að spila eitthverja tónlist eftir Japanska höfunda eins og Ayumi Hamasaki, Nanase Aikawa, Kagrra eða eitthvað álíka. Til er mun stærri heimur tónlistar sem enginn þekkir og enginn veit af hverju þeir missa.
Kv. lundi86