Um daginn var ég að lesa lista yfir meistaraverk Rokksögunnar, ok….“Stairway to heaven”, “Hotel California”, “A Day in a Life” og fleiri stykki. Einnig var ég að finna frekar ofarlega “Detroid rock city” og svona þungarokk lög.
Allavega, þegar ég las þennann lista, hugsaði ég hversu töff það væri að eiga eitt svona meistarastykki á topp 10. En hvað þarf til að gera eitt stykki meistaraverk. Er einhver uppskrift, eða þarf maður bara að láta hugann reika?? Þarf maður að hafa últra erfiða og flotta gítar-rödd, útpælda bassa línu með brjáluðum krúsídúllum til að skreita undirspilið og helst magnaða útsetningu fyrir heila sinfoníu í bland við gallalausann sönginn sem er raddaður upp og niður.
Þegar maður hlustar á þessi lög sem tróna á toppnum, þá hafa þau það sameiginlegt að hafa góða laglínu sem auðvelt er að fá á heilann. Hinsvegar eru þau framsækin og “öðruvísi” eins og t.d
A day in a life. Annað sameiginlegt við þessi lög er að þau eru öll seld í metsölu, þau voru öll þvílíkt vinsæl á sínum tíma.
Þannig að kannski má segja að þetta séu vinsældarlistar, en ekki útpældir dómar á útsetningum og frumleika.
Hvað finnst ykkur um þetta? Mér persónulega finnst þessir listar bara bull og engin getur sagt mér hvað er besta tónlistin nema ég sjálfur. Mér finnst ekki að fólk eigi að láta einhver tímarit eða einhverjar heimasíður mata sig á því hvað er besta tónlistin.
Afsakið villur, og gróft orðbragð, ef eitthvað í þessum texta hefur sært ykkur :-)