Tónleikarnir - þurfum að laga eitt....
Tónleikarnir með Foo Fighters voru geggjaðir. Það eina sem fór massa mikið í taugarnar á mér var að stundum kunna íslendingar ekki að vera á tónleikum, það er endalaust verið að rölta um gólfið eins og að menn séu bara staddir a Laugaveginum. Þetta er bara nákvæmlega eins og maður sé staddur á miðri umferðareyju en ekki á tónleikum. Við þurfum aðeins að fara að laga þetta..Hættum að rölta endalaust um gólfið og förum að njóta tónlistarinar. Höldum okkar stæðum á gólfinu í dansi og tjútti…Þegar maður er staddur erlendis á stórum tónleikum þá eru menn bara kjurir á sínu svæði ef að einhver er eitthvað reyna að troða sér þá er hann bara kýldur í andlitið - ekkert kjaftæði..Þetta var orðið gjörsamlega óþolandi á tímibili að þurfum að hleypa fólki framhjá sér trekk í trekk…Lögum þetta