Það er ekki sama; Jón eða Séra Jón. Þetta hafa flestir heyrt. Þetta á nefnilega við í mp3 skráagerð. Þar sem fólk er að gera mp3 skrár úr tónlistinni sinni (sem viðkomandi hefur annaðhvort keypt, samið sjálfur eða áskotnast á annann hátt) hvort sem er, ættum við þá ekki að vanda okkur við það, og reyna að minka þessa “crappy” 128kbit/sec Xing encoduðu ruslfæla! Já, ég kalla þetta ruslfæla, því það er svo lítið eftir af upprunanlega sándinu í mp3 skránum sem flestir mp3 encoderar gera.
Það eru nokkrir góðir encoderar “þarna úti”. Sá besti sem ég hef rekist á hingað til, er Lame. Einnig hefur microsoft komið með ágætis niðurstöður samanburða með sínum nýja wma9. Það eru mörg forrit (ripping, drop-target) sem geta nýtt sér Lame encoderinn og mæli ég með að fólk noti slíkar græjur, eða finni aðrar leiðir til að gera “góða” mp3 fæla.
Sumir kunna að segja; “mér finnst mínir crap-encoduðu mp3 bara alveg nógu góðir… og ég legg meiri áherzlu á magn, en gæði”. Þetta er náttúrulega ekki gott viðhorf. Með þessu er þú að stuðla að lækkun gæðakrafa markaðarinns til tónlistar. Það viljum við ekki gera! Eftir vínilplötur komu geisladiskar sem var mikið gæðalegt “upgrade”, ekki fara aftur til baka með því að gera lélega mp3 fæla.
Þess má geta að lame er ókeypis og EAC ripperinn sem ég nota er það líka.
Ef þið heyrið allsengan mun á lame fæl og einhverjum lélegum xing encodeuðum fæl, farðu þá útí hljómtækjabúð og keyptu þér almennilega headphona. ;-)
Höfundur er menntaður hljóðmaður og starfar á því sviði.
http://dax.gagarin.is/mp3.html <- hér er hægt að fá leiðbeiningar um ágætis cd-ripping center (eins og ég er með uppsett).