Sælt veri fólkið. Hef lengi haft í kollinum að pikka inn grein um hann Bubba Morthens, mann sem sumir hata en aðrir dýrka.
Þetta verða nú engin stórskrif hjá mér. Á meðan fyrirhuguð grein veltist um í kolli mínum vil ég koma með lítinn texta sem kallinn setti við lag á plötuni Arftur, gefin út '98.
Heitir: Láttu sem þú sofir. Fjallar um “líf” ungar stúlku sem er fíkill og selur sig til að eiga fyrir dópi. Mjög kunnuglegt efni. Þó er það eitthvað við þennan texta sem… ja sem ég heillast af. Verð hreinlega að deila honum með ykkur.
Og hér er textinn.
Reykurinn sefaði allar sorgir
Stórstígir draumar skýjaborgir
Vakti ég á Vogi um dimma nótt
Vakti ég á Vogi þar var engum rótt
Bíum bíum bamba
börnin eitrið þamba
Láttu sem þú sofir
samt skaltu vaka
Í brjóstinu býr
konu hjarta í klaka
Sogið hef ég feiri en fimm
fengið borgað góði
Aldrei grátið verið grimm
Nálar baðar blóði
Tíu og sex eru árin mín
Ástin mín er amfetamín
og systir hennar kókaín
Þær vilja ekki skilja
Þær vilja ekki við mig skilja
Bíum bíum bamba
börnin litlu þamba
Láttu sem þú sofir
samt skaltu vaka
Í brjóstinu býr
konu hjarta í klaka
Vakti ég á vogi um dimma nótt
Vökumanninn kveð ég stillt og hljótt
Þakka fyrir lesturinn,
Siggibet
<br><br>Skulum bara muna að það er bannað að tapa gleðinni