Tvær af þremur bestum rokkböndum landsins halda tónleika í kvöld á Gauki á Stöng. Kópavogsgegnið Vínyll og Víkingarnir í Leaves halda tónleika í kvöld, því miður spila Mínusarnir ekki á þessum tónleikum enda hefði það verið svindl.. Júníussynir og félagar eru nýkomnir úr sigurferð frá Bretlands, þar sem þeir sýnt að íslendingar kunna líka að rokka, ekki bara semja fallega og tilraunakennta tónlist. Arnarnir og félagar í leaves kynntu á þriðjudaginn tvo nýja meðlimi í leaves á tónleikum sem haldnir voru á búllunni 11. En það eru þeir Nói Steinn Einarsson og Andri Ásgrímsson. Andri var reyndar upphaflega í leaves en dró sig í hél til að sinn hljómsveitinn Náttfara sem hann var í. Því miður þá slitnaði upp úr samstarf hljómsveitarinnar. En þeir sem náðu að sjá náttfarana á svið mun örugglega ekki gleyma því. Með Andra kom trommuleikari Náttfara Nói Steinn Einarsson í staðn fyrir Bjarna Gríms. Reyndar er Nói langt frá því að vera ókunnugur strákunum, en hann var með þeim í réttó og spilaði með þeim fótbolta í víking.. En það er mitt mat og margra annar að Nói sé einn alskemmtilegasti trommari á klakanum, hann hefur sinn eigin sérstakastíl sem er erfitt að lýsa. Stíllinn hans máti heyra á lögunum sem leavesarnir spiluð á 11, reyndar voru lögin sem spiluð voru þar frumflutningur, þeir spiluðu bara eitt gamalt leaveslag.. Ef þið mætið í kvöld þá gætuð þið fengið að heyra þau lög sem eiga eftir að heyrast í útvarpi framtíðarinnar.. Því leaves eru á samning hjá útgáfurisanum time/warner og þar gerast hlutirnir mjög hægt. Dæmi um það er að platan (Breate) þeirra er að fara á ameríku núna fyrst þó að hún hafi komið út fyrir ári síðan. Þetta er svipað ferli og hjá quarasi. Þannig ef lönginn sem þeir spila í kvöld verða gefin út þá koma þau fyrstalagi út næsta haust eða vorið 2005..
Alla vegana þá vonast ég til að sem flestir mæta og sjá það besta sem er í gangi í íslenskri rokk tónlist. En bæði þessi bönd eru á heimsmælikvarða í þeirri tónlistarstefnu sem þau aðhyllast..
kveðja
humla