Hefur einhver hugmynd um hvaða lög gilda um hávaða í íbúðarhverfi??
Málið er að ég spila á trommur og þar af leiðandi er ég með mikinn hávaða en ég hef nú verið nokkuð hugulsamur og bara spilað á milli hádegis og um 6 leitið eða þegar fólk kemur úr vinnunni. Það er auðvitað bara almenn kurteisi en núna í dag var kvartað yfir mér í fyrsta skipti (í 1 ár) og var ég vinsamlegast beðinn um að gefa upp þetta áhugamál mitt eða færa það einhvert annað. Þetta er náttúrulega bara rugl fynnst mér miðað við það að ég á heima í einbílishúsi og maðurinn í næsta húsi er semsagt að segja að hann geti ekki lagt sig á daginn út af þessum látum. En ég ætla auðvitað að reyna að semja við kallinn en veit einhver fyrir víst hvaða lög gilda um þetta? þ.e.a.s má ég löglega spila í bílskúrnum á þessum tíma… Það væri frábært að fá tengil í reglugerðina ef einhver veit um hana….
TAKK TAKK