Já, þá er þetta byrjað aftur…hin miklu M.T.(músíktilraunir Tónabæjar) rifrildi.
Það er alveg einstakt að menn geta ekki komið með neiner greinar í sambandi við M.T., því um leið og þær líta dagsins ljós byrja heiftug rifrildi um hvort hljómsveitir séu lélegar eða góðar o.s.fr. Þetta var svona í fyrra; Búdrýgindaumræðan sem komu 170 og svör við sem flest voru bara skítkast útí hljómsveitina og hvað hún gæti ekki neitt, en svo fengu þeir frábæra dóma fyrir Kúbakóla og ísl. tónlistarverðl. og líka árið þaráðurþar sem Noise lögðu allar hinar hljómsveitirnar í svaðið af því að þeir fengu ekki verðlaun.
Ég bara spyr er ekki hægt að hafa smá siðmenntaðar umræður um M.T án þess að allir fari að rífast??
Öll dýrin í skóginum eiga að vera vinir…