Talsmaður tónlistarhátíðarinnar í Hróarskeldu bar í dag til baka fréttir af því að afráðið væri að Björk Guðmundsdóttir kæmi fram á hátíðinni í sumar en greint er frá því á heimasíðu Bjarkar í dag að hún muni koma fram á hátíðinni þann 29. júní. Þetta kemur fram á fréttavef Berlingske Tidende.
“Við höfum átt í viðræðum við umboðsmann Bjarkar, eins og við marga aðra en við höfum ekki gengið frá samningi við hana,” segir Esben Danielsen, talsmaður hátíðarinnar. Þá segir hann aðstandendur hátíðarinnar tala við u.þ.b. fimm sinum fleiri listamenn á hverju ári en komi síðan fram á hátíðinni og að enn sé óvíst hvort Björk muni gera það.
sender/kiddi í mosó