Maus.......... Hæ, hó. =)

Um daginn var ég að róta í dótinu mínu heima og rakst ég þá á geisladiskinn; Í þessi sekúndubrot sem ég flýt með Maus, sem ég fékk með símanum mínum í fermingargjöf og hef aldrei hlustað á.

Sem sagt ég hef átt þennan geisladisk í tvö ár og hef aldrei hlustað á, á þessum tíma var ég ennþá á kafi í píkupoppinu og hlustaði ekki á öðruvísi tónlist, það bara komst ekki annað að. Núna undanfarið hef ég þroskast mikið í smekk mínum á tónlist og er byrjuð að hlusta á tónlist sem mig óraði aldrei fyrir að ég myndi einhvern tíma leggja við hlustir mínar.

Já en allavega, ég skellti þessum í tækið og byrjaði að hlusta, fyrst í stað þá var músíkin frekar framandi og stakk soldið í eyrun en við aðra hlustun þá var ég að fíla í diskinn í botn!! =) Núna er þetta minn uppáhalds geisladiskur. Vinkonur mínar eru ennþá í píkupoppinu en það er þá bara þeirra missir, ég meina það eru allir með mismunandi smekk.

Mín uppáhaldslög á diskinum í augnablikinu eru:

Báturinn minn lekur -> nr tvö
Dramafíkill -> nr þrjú
Gefðu eftir -> nr fjögur
Kerfisbundin þrá -> nr sjö

Lag nr. sex heitir, Allt sem þú lest er lygi. Það er víst smá sannleikur í því, vinur minn sem er á fjölmiðla og tæknibraut kom til mín og sagði; allt sem þú lest er lygi. Þá er þetta fyrsta setningin sem að fjölmiðlafræðikennarinn sagði við nemendurna, þeir spurðu: “líka það sem er í kennslubókunum??” og þá sagði kennarinn: “já líka það”
Og viðlagið segir einmitt: "Nú stend ég á gati,
Og lýsi yfir frati á skynsemi skólabóka,
allt sem þú lest er lygi.

Lag nr. sjö,kerfisbundin þrá er einmitt lagið sem var svo mjög oft verið að sýna myndbandið við í sjónvarpinu fyrir ári eða svo. Þar var stelpan sem er á kápunni að gera einhverjar filmeikaæfingar á nærfötunum, nærbol og nærbuxum.


Í þessi sekúndubrot sem ég flýt sem er fjórði diskur þeirra mausara er snilldardiskur sem ég mæli eindregið með við ykkur hugara. =)