gull-snilldir í fortíðinni, með Red hot má m.a. nefna lög á borð við “Give it away”, “under the bridge”, “Aeroplane” & “Californication”, að maður verði hræddur að ný plata geti aldrei toppað fyrri plötur, enn eins og fyrr sagði að Pipararnir er komnir með nýja plötu sem er töluvert rólegri en fyrri plötur. “By the way” heitir þessi plata og ég veit ekki alveg hvar á að byrja….. Fyrst og fremst er rétt að taka það AFTUR fram að “By The Way” er töluvert rólegri en fyrri plötur en er í pörtum rólega hart, rólega rólegt og svo bara FJÖR (“On Mercury” lagið) eins og gengur og gerist með RHCP. Þessi plata er mjög melódísk og er söngurinn svona aðal málið þarna og bassalínurnar hans Flea ekki eins áberandi og vanalega. Þessi plata nær alveg frá því að vera “The Real” RHCP með lögum eins og “By The Way” & “This Is The Place” en fer svo útí Spaníóla stíl með laginu “Cabron” sem er reyndar mjög fjörugt og skemmtilegt lag. En ég hef ekkert meira að segja um þessa plötu núna, kannski maður bara hlusti bara á hana aftur í 6. skiptið. Það eru víst margir búnir að kaupa hana nú þegar, eða örugglega allir sem hafa beðið eftir henni en annars get ég alveg mælt með þessari plötu, og ef einhver fer eftir mínum ráðum þá endilega taka þessum disk með opinn huga tónlistarlega séð því hann er mjög frábrugðinn fyrri verkum þeirra og skilja að þegar hljómlistarmenn eldast verður tónlistin léttari og um leið veikari, en það þýðir ekki að það sé léleg tónlist. Svona í lokin má geta þess að Pipararnir eru ekkert að spara lögin og eru svo sannarlega að gefa kaupendum eins mikið og þeir geta því diskurinn er heilar 68 min, 16 lög. Sleppum þessu öllu og ég ætla bara segja, þetta er snilldarplata, eða eins og mogginn sagði þegar þeir gáfu henni 5 stjörnur af 5, “Besta popp/rokk plata ársins, Einfaldlega skotheld”
Jákvætt: Mjög melódísk og þetta er hinn fullkomna “kick-back” plata, eða Chill geisladiskur.
Neikvætt: Það er ekki mikið, fyrst var ég sammála eldri bróður mínum (sem var brjálaður Chilipeppersfan þegar “One hot minute” kom út) að hún var dáldið “Gay” í pörtum, en ég er alveg kominn yfir það og verð að segja að það er ekkert að þessari plötu…
Einkunn: 89%
Þessi grein er á síðunni okkar Snergurogdanni.com!
kv. Sikker