TONLIST ER MIKILVÆG!
Í gegnum áratugina hafa laun tónlistakennara lækkað gífurlega. Tónlistarkennarar voru einu sinni hálaunað fólk en núna fá þau algjörlega skítalaun! Hvernig væri menningin án tónlistar? Við íslendingar ættum að vera stoltir á tónlistinni okkar, skólar hér eru til fyrirmyndar en núna þurfa aumingja tónlistarkennarar að hafa aukastörf bara til þess að lifa af!! Það tekur þau mörg ár að læra þessa grein… og ætti öll þessi vinna að vera verðlaunuð. Persónulega finnst mér að stjórnvöld ættu að gera eitthvað í þessu. Hvernig? Það þurfa þau að finna út. Það hefur eiginlega aldrie verið jafnmikil aðsókn í tónlistarskólana og nú en enginn kemst að. Oft eru 5 ára biðlistar o.s.f. Næstu kynslóðir munu ábyggilega ekki nenna að standa í þessu vegna þess að enginn laun er að fá. Hvað á að gera???