3 greinin mín um góða diska er staðreynd og er komið að Nevermind með Nirvana. Nevermind var gefinn út árið 1991 og mætti segja að hann hafi komið þeim á kortið og þá sérstaklega lagið Smells Like Teen Spirit.
1. Smells Like Teen Spirit
2. In Bloom
3. Come As You Are
4. Breed
5. Lithium
6. Polly
7. Territorial Pissings
8. Drain You
9. Lounce Act
10. Stay Away
11. On A Plain
12. Something In The Way
Eins og hefur komið hér fram þá byrjar diskurinn á single-inum þeirra Smells Like Teen Spirit og verð ég bara að segja að það er frekar töff lag, en eftir að hafa blastað græjurnar mínar nokkup lengi með þessu lagi er ég kominn með leið á því og er það hin argasta synd. Já btw myndbandið með laginu er gaman.
Næsta lag sem greip mig algjörlega er 05-Lithium, það er einfalt lag (í spilun) en samt er það mjög gott lag. Það er góður taktur og textinn snýst um mental anquish (líður eins og ég sé í heila Kurts þegar ég hlusta á það :).
Polly er fyrsta rólega lagið á disknum er það fínt lag, aðeins gítar og bassi. Ég veit ekki hvort það hafi verið ætlunin eða ekki en þeir settu enmitt hægasta lagiið á undan hraðasta laginu Territorial Pissings. Í fyrstu virðist það hafa verið samið á 5 mínútum en þegar ég hlusta betur á það sé ég að þeir hafa lagt vinnu í það og þetta er nokkuð svalt lag.
Kurt Cobain: Söngur/Gítar
Dave Grohl: Trommur/Söngur
Chris Novoselic: Bassi/Söngur
In Conclusion: Ef þú fílar Nirvana á einhvern hátt þá áttu þennan disk eða ert á leiðinni upp í næstu plötubúð