Meðlimir -

Harold Winley - Bassasöngvari
Tenging hans við the Ink Spots nær aftur til 40 ára og hann hefur spilað með þeim síðatsliðinn 20 ár. Hann er sá gáfaði í hópnum og hefur áhuga á öllu og engu, en ljósmyndir og tónlist er ástríða hans. Hann fæddist í Washington DC þar sem flestir í fjölskyldu hans býr ennþá.

Sonny Hatchett - annar aðalsöngvari/annar tenór
Sonny er grínistinn í hópnum, bæði á sviði og í venjulegu lífi, hann hefur komið fram sem uppistandari víðsvegar um Bandaríkin og í Evrópu. Hann hefur verið í The ink Spots í meira en 20 ár.

Grant Kitchings - Aðal tenór
Jim Nabbie valdi Grant til að fylla upp í skarðið sem hann skildi eftir sig þegar hann dó í September 1992. Grant kom fram með The Ink Spots fyrir mörgum árum og var boðinn velkominn aftur í hópinn. Hin undursamlega tenór rödd hans sem svipar mikið til raddar Bill Kenny´S mun gera fólki auðvelt að skilja hvers vegna það skipti Jim svo miklu máli að hann mundi koma í stað sín.

Morris Dow - Barítón/gítarleikari
Morris, sem er innfæddur Fíladelfíu búi, býr núna í Baltimore. Hann hefur skrifað mikið af tónlist fyrir kvikmyndir og auglýsingar. Hann er líka þekktir sem einn besit jazz-harmóníkuleikari í Bandaríkjunum í dag, auk þess sem hann er ótrúlegur gítarleikari. Áður en hann gekk til liðs við The Ink Spots hafði hann spilað með frægum listamönnum eins og Jimmy McGridd og Nancy Wilson. Einnig vann hann með Herb Kenny, bróðir aðalsöngvara The Ink Spots, Bill Kenny.










Saga The Ink Spots

The Ink Spots hafa verið kallaðir hinar lifandi goðsagnir bandarískrar tónlistar, hún er einn áhrifamesti sönghópur allra tíma og ófáir hafa reynt að leika eftir það sem þeir gerðu. Saga The Ink Spots spannar 6 áratugi og þeir eiga yfir 80 vinsæl lög um allan heim.

Þótt margar mannabreytingar hafi átt sér stað innan hljómsveitarinnar á 60 starfsárum hennar, kannast maður alltaf við þétta samhljóminn sem þeir kenna sig við. Saga The Ink Spots hefst í Indianapolis árið 1932 þegar fjórir ungir menn, Deek Watson, Charles Fuqua, Orville Jones og Jerry Daniels stofnuðu fyrstu útgáfuna af hljómsveitinni. Kvartettinn kom fram undir nöfnunum “Percolating Puppies” og “the Riff Brothers” áður en þeir ákváðu að kalla sig The Ink Spots. Í leit sinni að útgáfusamningi hélt hljómsveitin til New York þar sem þeir kynntust söngvaranum Bill Kenny sem tók við af Jerry Daniels sem aðalsöngvari árið 1936. Þremur árum síðar gáfu þeir út plötuna “If I didn´t care” sem seldist í milljón eintökum. Lagið sem varð þeirra stærsti smellur hefur nú selst í 19 milljónum eintaka.

Kenny hætti svo í hljómsveitinni og hóf að starfa einn árið 1945. Sá sem tók við af honum var Jim Nabbie. Smellirnir héldu áfram að fæðast á næsta áratug, lög eins og: I don´t want to set the world on fire, To Each of his own, My Prayer, I´ll never smile again, A lovely way to spend an evening, Java Jive, Maybe, Into each life some rain will fall, we three, it´s a sin to tell a lie, don´t get around much anymore, prisoner of love og fleiri og fleiri.

Brátt hættu þeir sem eftir voru af upprunalegu hljómsveitinni og það var undir Nabbie komið að halda hljómsveitinni gangandi. Þar sem hann var orðinn mjög þreyttur á örðum hljómsveitum sem gengu undir nafninu The Ink Spots, ákvað hanna að fá einkarétt á nafninu. Á meðan smellirnir létu bíða eftir sér á miðjum 6.áratugnum heyrðust áhrif þeirra víða og upp spruttu ótal sönghópar auk margra hljómsveita eins og t.d. The Temptations. Áhrif The Ink Spots á tónlistarsöguna voru svo viðurkennd opinberlega þegar þeir voru innlimaðir í “the Grammy Hall of fame” árið 1987 og í “the Rock´n´roll Hall of fame 1989. Einnig hafa þeir verið innlimaðir í ”the Appollo Hall of fame“ árið 1997 og ”the Vocal group Hall of fame“.

Nabbie og hinir blekblettirnir héldu áfram að túra um heiminn og spiluðu u.þ.b. 200 tónleika á ári. Þeir höfðu þó sérstaklega gaman af þeim 10 til 20 tónleikum sem haldnir voru í menntaskólum þar sem ungt fólk, sem jafnvel foreldrar þeirra höfðu ekki verið fæddir á upphafstímum The Ink Spots, fengu færi á að hlusta á kvartettinn. Nabbie sagði að honum þætti alltaf svo skrýtið að sjá hvað yngri hlustendur sýndu ”gömlu köllunum“ svona mikinn áhuga.

Í september árið 1992 lést, Jim Nabbie ”Mr. Ink Spot" til 47 ára, rétt áður en The Ink Spots héldu af stað í tónleikaferðalag um Evrópu. Þrátt fyrir það hefur hljómsveitin ekki sagt sitt síðasta. Grant Kitchings sem hagði spilað með þeim fyrir mörgum árum var boðinn velkominn aftur í hljómsveitina og fékk frábærar viðtökur áhangenda. Í dag lítur allt út fyrir að The Ink Spots muni halda áfram að gleðja fólk með tónlist sinni í mörg ár í viðbót.