Jæja, þá er komið að minni annarri frásögn/gagnrýni um góða geisladiska. Ég var að koma heim frá Þýskalandi og keypti þar 10 (ég veit WOW!) geisladiska, og á bara eftir að hlusta á þá og kem með dóm um flesta af þeim seinna, en nú er komið að Metallicu. Ég er búinn að sjá 4 dudes koma með gagnrýni og bara: gj guys, en þið eruð að taka öll lögin á diskunum fyrir, sem er cool í sjálfu sér en ég bara nenni því ekki og ætla bara að segja frá disknum og búllsjitta bara. peace :)

“The Black ALbum” er fimmti diskur Metallicu og finnst mér þeir allavega hafa peekað á þessum disk og er þetta einnig uppáhalds MetallicA diskurinn minn. MetallicA fengu Grammy verðlaun fyrir þennan disk og einnig fyrir besta rokk myndbandið þ.e.a.s fyrir “Enter Sandman” sem er btw the greatest rock video ever, en jæja nuff said nú er það diskurinn.

Enter Sandman er byrjunarlagið á disknum og verð ég að viðurkenna að ég hefði borgað 2500 (cirka) fyrir það lag eitt, eða allavegana þeir slógu gull með því einu, samt er það aðeins næstbesta lagið á disknum.

Svo er það Sad But True sem er MetallicA í sínu rétta ljósi, hrátt og gott lag, enda er það orðið klassík og þeir flytja það á öllum tónleikum án vafa, það að þetta lag er í þriðja sæti á disknum segir bara hva hár standard er á honum.

Ég stekk hér yfir 1 lag og fer í The Unforgiven, þetta er ágætt lag en það kemst ekki á meðal þriðja efstu þó, það er þó í fimmta - sjötta sæti.

Wherever I may Roam er næsta lag á disknum, þetta er öðrvísi MetallicA lag en maður á að venjast en það er þó gott dæmi um það hvað MetallicA menn höfðu þroskast mikið síðan …And Justice For All (fjórða sæti).

Næstu 2 lög eru ekkert spes, ég get alveg hlustað á þau en ég stilli alls ekki sérstaklega á þau til að hlusta á þau.

#8 er eitt af bestu lögum ever (if not the best), það er snilldin eina Nothing Else Matters, þetta lag gæti verið flutt af rusllýð eins og N*SYNC og það væri samt frábær snilld. Langbesta lagið á disknum og á fyrsta sætið skilið.

Næsta lag er Of Wolf And Man, það skipar sér með The Unforgiven í fimmta til sjötta sæti, þetta er fínt lag og gaman að hlusta á það en ég geng ekki svo langt að kall það snilld.

Næstu eru slöpp og eru ekki þess virði að fjalla um þannig að ég slít þessu bara.


Fav. songs #1 Nothing Else Matters
#2 Enter Sandman
#3 Sad But True

later dudes