Smá pæling varðandi könnunina.
Það voru flestir hérna sem fannst það að Búdrýgindi ættu ekki skilið að vinna í músíktilraunum og mig langar bara að forvitnast um hvern ykkur langði að vinna í staðinn???
Mér fannst Soapfactury líka mjög góðir og Gizmo en annars fannst mér bara Búdrýgindi bestir.
Lögin þeirra eru mjög frumleg, þótt að fólk dizzar þá út af því að þeim finnst þetta kannski barnalegir textar en pæliði bara í því ef þeir væru 23 eða eithvað og myndi gera það sama með sömu texta myndi þetta teljast findið en afþví að þeir eru svona ungir telst þetta barnarlegt.
Og svo er líka oft verið að dizza söngvarann segja að hann singi eins og 9 ára krakki en mér persónulega finnst þetta mjög flott hjá honum og þetta er mjög frumlegt og þetta er það sem gerir hljómsveitina minnistæða.
Mér finnst þeir vera besta hljómsveit sem hefur komið í músíktilraunir síðan Botnleðju.
Jæja hvað finnst ykkur um hljómsveitina og hverjir fannst ykkur ættu frekar skilið að vinna.