Aldingarðurinn er ný hljóðstofa tónlistarmannanna Magnúsar Leifs Sveinssonar og Þórhalls Stefánssonar sem báðir eru menntaðir hljóðtæknimenn.
Í Aldingarðinum er boðið upp á ýmsar lausnir fyrir hljóðvinnslu og hljóðsköpun, m.a. upptökur, hljóðblöndun, hljóðjöfnun, talsetningu og eftirvinnslu á hljóði fyrir mynd, útvarp og hljóðbók. Einnig er boðið upp á tónsmíðar fyrir kvikmyndir, auglýsingar og aðra miðla.
Hljóðstofan skiptist í stóran og hljómfagran upptökusal, hljóðstjórn og sér hljóðeinangraðan upptökuklefa. Aðstaðan er hlýleg með úrval fjölbreyttra hljóðfæra sem viðskiptavinir garðsins geta nýtt sér.
Hægt er að leigja Aldingarðinn með eða án hljóðmanns.
Spennandi tilboð fyrir hljómsveitir í ágústmánuði - hafið samband í síma 690-8801 eða 699-5501 - aldingardur@gmail.com