Nú hefur það verið staðfest að Skoska hljómsveitin Travis koma til Íslands og spila í höllinni 4. júlí. Þetta er að mínu mati ein besta hljómsveit sem uppi hefur verið! Þeir ætla að vera hér í nokkra daga að kynnast landinu. Ég kem beint af Roskilde þar sem þeir eru aðal bandið til Íslands að sjá þá aftur.
Hljómsveitin samanstendur af: Fran Healy, Gítarleikara og söngvara sem einnig semur öll lögin. Doug Payne, bassaleikara og bakraddir, Andy Dunlop gítarleikara og bakraddir og Neil Primrose trommuleikari.
Hljómsvewitin Travis Var stofnuð árið 1990. Meðlimir Travis voru allir góðir vinir áður en hljómsveitin var stofnuð. Þeir voru saman í listaskóla í Glasgow nema Neil (trommari) sem vann á bar þar sem þeir félsagarnir héngu. Þeir fengu svo að æfa á efri hæðinni á barnum. Nafnið Travis er komið úr kúrekamynd þar sem aðal söguhetjan hét Travis. Þeir hétu áður mörgum nöfnum m.a
Glass Onion (gler laukur) og Red telephone box (rauður símaklefi)
Travis hefur hlotið fullt af verðlaunum gegnum árin og var í febrúar valin besta breska hljómsveitin á Brit-tónlistarhátíðinni í annað sinn. Nýlega var hljómsveitin tilnefnd til Ivor Novello verðlaunanna fyrir lagið Side sem Fran gítarleikari og söngvari hljómsveitarinnar hlaut einnig árið 1999 sem besti lagasmiðurinn og fyrir besta lagið Why does it always rain on me. Í fyrra fékk plata hljómsveitarinnar The Invisible Band TOTP verðlaunin sem besta platan. Árið 2001 vann Travis áhorfendakosningu sjónvarpsstöðvarinnar MTV.
Fyrsta plata Travis kom út árið 1997 og heitir hún “Good feeling”. Hún náði inn á top 40 í Bretlandi. Árið 1999 kom svo út
“The man who” sem fór beint í fyrsta sæti. 2001 kom svo út The Invisible band sem einnig fór beint í fyrsta sæti í Bretlandi.
Ég á von á ótrúlega góðum tóleikum í höllinni.. Vertu þar eða vertu kassi!!!