No Life Til Leather komst í hendurnar á manni að nafni Zazula sem rak stúdíó. Honum leist vel á Metallicu og bauð þeim að koma til New York til að spila á tónleikum og taka upp plötu. Þegar þeir komu til New York tilkynntu þeir að Mustaine væri hættur og að þeim vantaði gítarleikara. Þá var þeim bent á Kirk Hammet og hann gekk til liðs við hljómsveitina 1. apríl 1983. Sama ár kom fyrsta plata Metallicu “Kill ´Em All” út. Samhliða útgáfu plötunnar fóru þeir í tónleikaferð um Bandaríkin árið 1984. Þeir gáfu sér þó tíma til að gera nýja plötu sem heitir “Ride the Lightning” og hún kom út árið 1984. Eftir útgáfu þessarar plötu gerðu þeir góðan samning við Elektra Records og árið 1986 kom “Master Of Puppets” út. Með þeirri plötu náðu þeir nýjum hæðum í sölu og platan var 72 vikur á vinsældarlista í Bandaríkjunum. Nú fóru þeir í tónleikaferð en áður en þeir lögðu af stað þá handleggsbraut James Hetfield sig á hjólabretti. Þess vegna urðu þeir að finna sér nýjan mann á gítarinn um tíma. Hann hét John Marshall og spilaði meðan Hetfield var að jafna sig. Þeir fóru til Evrópu og þetta var því þeirra fyrsta tónleikaferð utan Bandaríkjanna. Þann 26. september 1986 kom Hetfield aftur inn á gítarinn en þetta voru síðustu tónleikar Metallicu með Cliff Burton í hópnum. Hann dó snemma næsta morguns þegar hljómsveitarrútan rann útaf veginum og valt. Þetta gerðist rétt fyrir utan Stockholm í Svíþjóð. Þetta var mjög erfitt fyrir þá sem eftir voru því að Cliff hafði verið stór partur af hljómsveitinni, en vitandi það að Cliff hefði viljað að þeir hefðu haldið áfram, gerðu þeir það. Það kom að því að þeir þurftu að finna sér nýjan bassaleikara og héldu því samkeppni um það. Jason Newsted var valinn úr 40 manna hópi sem sóttust eftir stöðunni. Aðal ástæðan var sú að hann gat viðhaldið drykkjuhefðum hljómsveitarinnar sem oft hefur verið kölluð “Alcoholica” vegna mikillar drykkju. Þeir ákváðu að halda strax áfram þar sem frá var horfið í tónleikaferðinni. Sama ár gáfu þeir út smáskífu sem heitir Garage Days Re-Revisited. Með Newsted í hópnum gáfu þeir út sína fjórðu breiðskífu í ágúst 1988 sem heitir “…And Justice For All” hún kommst í 6 sæti á vinsældalistanum í Bandaríkjunum og hlaut Grammy tilnefningu fyrir besta þungarokks diskinn. Eftir útgáfu Justice For All fóru þeir í tónleikaferðalag um allan heiminn. Fyrsta tónlistarmyndband þeirra var með laginu One sem er á þessum disk. Þeir hlutu síðan Grammy verðlaun fyrir lagið One. Tíu árum eftir stofnun hljómsveitarinnar gáfu þeir út diskinn “Metallica” eða “Black album” eins og hann er oft kallaður. Fyrir þennan disk fengu þeir ýmis verðlaun t.d. Grammy, MTv og amerísku tónlistarverðlaunin. Það liðu fimm ár þangað til næsti diskur leit dagsins ljós. Hann heitir “Load” og kom út árið 1996 en “ReLoad” fylgdi í kjölfarið ári seinna. Þessir tveir diskar voru samt gerðir að mestu leiti saman og sýna hvað Metallica hefur þroskast síðan hún byrjaði. Þessum diskum fylgdu eins og venjulega miklar tónleikaferðir. Árið 1998 kom þeirra áttundi en fyrsti tvöfaldi diskur út. Hann heitir “Garage Inc.” og inniheldur lög eftir aðrar hljómsveitir svo sem Motorhead, Queen og fleiri. Síðasti diskur þeirra til þessa heitir “S&M” sem er live tónleikadiskur með Metallicu og Sinfóníuhljómsveit San Franciscoborgar og kom út árið 1999.
kv. Sikker