Jæja, núna er hún Britney víst búin að breyta aðeins til í tónlistinni, alltaf að vera rokklegri og rokklegri, En já semsagt nýjasta myndbandið hennar heitir I love rock ´n´ roll.. þetta er remake af lagi sem að var upprunalega gefið út held ég fyrir svona 20 árum eða eithvað þannig. Þetta er frekar einfalt og ódýrt myndband en samt frekar flott. Myndbandið verður gefið út í Evrópu og Ástralíu, ég held að það sé ekki byrjað að sýna það á Íslandi en ef svo er þá ætti það að byrja að sjást í sjónvarpinu á næstu dögum, ég downloadaði því fyrir 1 klukkutíma. Já semsagt hún er komin smá í rokkið, ég vil eiginlega að hún haldi sig við poppið aðalega en það er gaman að eitt og eitt lag sé allt öðruvísi. Eins og t.d. rokk eða R&B :)
Semsagt ég held að maður þurfi ekkert að vera rosa Britney fan til að fíla það. Ég man að margir voru að fíla remakið sem að hljómsveitin Five gerði af rokklagi, þó að þau væru ekkert rosalegir aðdáendur. Enjoy the video :)