Ríkisstjórn Íslands hefur boðið utanríkisráðherrum NATO, hershöfðingjum og fleira
fyrirfólki til Reykjavíkur til þess að skipuleggja stríðsrekstur framtíðarinnar.
Fyrir þennan fund mun hver Íslendingur þurfa að greiða u.þ.b. 1.000 krónur.

Íslenskir rokkarar og friðarsinnar munu hins vegar á sama tíma, þriðjudagskvöldið
14. maí efna til stórrokktónleikanna ,,Friðsæl framtíð" á Gauki á Stöng - og það
kostar ekki krónu inn.


Á tónleikunum sem hefjast munu klukkan 22:00, munu eftirtaldar hljómsveitir spila:

Tvö dónaleg haust

Heiða og heiðingjarnir

200.000 naglbítar

XXX Rottweilerhundar


NATO-haukum er bannaður aðgangur - allir aðrir velkomnir!

[allar nánari upplýsingar er hægt að nálgast á www.uvg.vg]