Þess skal reyndar geta að ég hef oft verið talinn frekar “sérvitur” í tónlistarmálum (þ.e. með aðrar skoðanir en aðrir og oft opnari fyrir einhverju frumlegu. Einnig vill ég að það komi fram að ég er lítið inni í nútíma rokki, metal og öllu því :]).
Jæja, flest þessara laga hef ég fundið með að vafra um www.audiogalaxy.com eða jafnvel verið að hlusta á muzik og fundið lögin þannig. Lögin og flytjendurnir eru ekkert endilega í stafrófsröð, bara svona sérstakri röð sem ég er með þá í mp3 playernum mínum.
Fyrst er það hljómsveitin “4 hero” með lagið sitt “les fleur”. Einhvernvegin hef ég alltaf fílað svona halelúja lög sem eru fjörleg og þetta flokka ég sem þannig lag og hefur þetta oftar en ekki verið spilað nokkrum sinnum yfir daginn. REyndar hef ég ekki hlustað á fleiri lög eftir þennan artist, en þetta er allavega massa lag eftir þessa grúppu.
Næst er það “Bela fleck and the flecktones”. Já ef ég segi bara eins og á audiogalaxy, þá er þetta; Jam Rock, Bluegrass, Post Bop, Jazz Fusion. Allavega þá er þetta frekar róleg tónlist en þetta stef höfðar bara eitthvað of vel til mín. Ég á tvö lög með þeim og eru þau: “sunset road” og “the sinister minister” og finnst mér það síðarnefnda betri kosturinn af tveimur góðum.
“Charlie Daniels Band” er gott dæmi um country rokk band sem er líflegt og mjög skemmtilegt. Gott lag með þeim er til dæmis “Devil Went Down To & Came Back To Geo”
Næsti snillingur er “curtis mayfield” en ég bíst við að nokkrir kannist við hann, ef ekki þá er það algjört must að hlusta á allavega eitt lag með honum. Fílaði hann svo mikið þegar ég heyrði fyrst í honum, að strax og ég fór næst útí tónlistarbúð keypti ég einn best of disk með honum. Lög eins og “soul music”, “little child runnin' wild” og “superfly” eru bara frábær.
Næst er það “Dj cam” en lagið sem ég hef mest hlustað á með honum heitir “mad blunted jazz” og er alveg mad chill lag. Hef reyndar ekki hlustað á mikið annað með honum en hef heyrt að það sé mest trip hop og ef það er eins gott, eða jafnvel betra en áðurnefnt lag er sko vert að tékka það.
Jæja næst er það “Dyke and the Blazers”. Ég er reyndar ekki viss um hvort þetta séu artistarnir vegna þess að ég fékk skrifaðann disk einusinni í hendurnar og á honum stóð “DJ pogo presents the breaks” og það var eiginlega sama stuffið.
Þetta er einhverskonar fjörugur jazz og er virkilega skemmtilegur. Mæli 100% með þessu.
Svo kemur að “fela Kuti” en það er svona Afro Beat tónlist. Mjög fín og skemmtileg og góð chill tónlist. Tvö af þeim lögum sem ég hef haft hvað mesta skemtun af eru lögin “ Beasts Of No Nation” (ath. er 30min) og “Monkey Banana”. Þetta eru einmitt lögin sem ég fíla sérstaklega að láta á þegar ég er að læra eða bara þegar maður er að gera ekki neitt sérstakt. Mjög skemmtileg upplifun.
Næst er það mjög svo fjörugt Jamaica lag sem heitir “Jamaican Ska” og er með hljómsveitinni “Fishbone”. Þetta er einmitt rétta lagið til að vera með í grillpartíinu sem þú heldur úti á palli eða á ströndinni :)
“Gipsy kings” er örugglega hljómsveit sem einhverjir kannast við. Lög á borð við “Bamboleo” og “El Mariachi” eru algjörlega ódauðleg. Frábær tónlist með spænsku ívafi.
“Jane Birkin & Serge Gainsbourg - Je T'aime”. Ég bara varð að koma þessu hérna inn. Fallegasta lag í heimi fyrir utan Yesterday. Franskt ástarlag. Get hlustað á það endalaust.
Hljómsveitin “jurassic 5” er næst á blaði. Þessi hljómsveit hefur verið nr. 1 í hip hopi hjá mér síðan ég eignaðist diskinn “Jurassic 5 LP” og síðan þá hefur diskurinn “Quality Control” bæst við. Besta hip hoppið sem ég hef heyrt. Svona old school eitthavð og bara flýtur mjög vel. Mæli ekki með neinu sérstöku, allt er gott.
“Mamas & Papas” er næsta hljómsveit. Oldies band sem er alveg frábært, lög eins og “Flowers in Your Hair” og “Dedicated To The One I Love” auk margra annarra eru indisleg. Frábær hljómsveit sem fær mann til að hugsa um það hvað það hefði verið frábært að vera uppi nokkrum áratugum áður :)
Ég var einhverju sinni á audiogalaxy og var bara að testa einhverjar hljómsveitir og fann þessa: “ming + fs”, og ætli sé ekki bara best að lýsa þessu eins og AG gerir. Breakbeat, Jungle, Turntablist, Abstract Hip Hop. Ég hef dl-að 2 lögum með þeim, “Hells Kitchen” og “Human Condition” og þetta eru bæði mjög fín lög.
“Miracles - Love Machine”. Ég mana hér með alla sem lesa þetta að dl þessu lagi. Mesti diskó fílingur í heimi og ef þú ert að keyra og þetta lag byrjar færðu sérstakan glampa í augun þegar byrjunar stefið kemur (það róast reyndar ansi fljótt niður).
“mouse on mars” er eitthvað það mest skrítna sem ég hef hlustað á og er þar á ferð eitthvað það frumlegasta sem ég hef heyrt lengi. LAgið “albion rose” sannar það. Það er reyndar það lag sem ég held mest uppá, hin eru svona okey en þetta fyrrnefnda er mjög sérstakt og gott.
Gömul lög í mjög flottri útgáfu eru hér á ferð með hljómsveitinni “reel big fish”. T.d. “Brown eyed girl” og “ it's the end of the world as we know it” sem dæmi.
“Rufus Thomas” er næstur. Flott soul og smá oldies rokk & roll. Lög eins og “Itch And Scratch” “walking the dog”.
“connells” og lagið þeirra “74-75” er eitt flottasta lag ever. Get hlustað á það aftur og afur og aftur og aftur. Önnur lög með þeim eru ekki alveg eins grípandi, en samt vel hlustanleg.
Fílaru írska þjóðlagatónlist ? Ef svo er þá eru “the pogues” eitthvað fyrir þig. Lag eins og “streams of whiskey” eru frábær. Svona írsk pöbba stemning yfir öllu.
Hljómsveitin “Enya” ætti líka að vera öllum þekkt. Tímalaus tónlist er sko rétta orðið. Frábær í alla staði og öll lögin eru eitthvað svo upplýfgandi.
Ef ég fer í fílu eða verð leiður eða eitthvað þannig, þá er eitt lag sem getur bjargað því. “Lynyrd skynyrd - tuesday's gone”. Það er bara eitthvað við þetta lag, byrjar mjög hægt vinnur smá á, hægir á og vinnur aftur á og svona fram og til baka og já þetta er bara endalaust fallegt lag.
“wise guys - jetzt ist sommer” er lag sem þú ferð að brosa yfir í hvert skipti sem þú hlustar á það. Nógu fyndið að hlusta á þýsk lög hvað þá þegar þetta lag er annars vegar. Frábært lag…
Í lokin vill ég líka benda á smá Acid Jazz, hljómsveitina “brand new heavies” og lögin: “sometimes” og “dream on dreamer” Helvíti flott lög.
Jæja þetta er svona gróf yfirferð af því sem er í “ósorteruðu” möppunni minni og ég bíst við að ekki allir þekkja. Vonandi ef ég hef tíma og þol í að gera svona aftur klára ég safnið mitt en ég geri það allavega ekki í þessari viku :)
Vona að þetta sé skemmtilegt fyrir einhvern og einhverjir sem eiga vonandi eftir að dl sumum af þessum lögum og hlusta á þau.
Kveðja
Steini
Kv, Steini