Danir ekki sáttir við Hróaskelduhátíð sumarsins
Ha, hverjir eru Manu Chao? Spyrja Danirnir sig og eru greinilega dauðsvekktir yfir hljómsveitunum sem verða á Hróaskeldu í sumar.
Svarið er: Manu Chao er stærsta nafnið sem verður á tónlistarhátíðinni í sumar sem verður greinilega ekki sú besta hingað til.
Það er langt síðan við fengum að vita að Chemical Brothers, Garbage, Pet Shop Boys, Red Hot Chili Peppers og Travis yrðu aðal aðdráttarafl hátíðarinnar og þar á eftir kemur svo Nelly Furtado, P. Diddy og Slayer.
Það var fátt um stórar fréttir á fyrsta blaðamannafundi 32. Hróaskelduhátíðarinnar, þeirrar fyrstu sem haldin er án forystu Leif Skov.
Það var engu til sparað á blaðamannafundinum. Fólk gekk inn í salinn á rauðum dregli og maður í smóking rétti mönnum spaðann við innganginn. Einhver skemmtiatriði voru, þar á meðal listamenn sem frömdu gjörning á skíðum. Þetta virtist allt líta út fyrir að hátíðin gengi út á “ljósashow” og aðra yfirborðskennda hluti sem hún hefur ekki gert hingað til.
En flottur blaðamannafundur kemur bara ekki í staðinn fyrir góða tónlist sem er nú einu sinni andlit hátíðarinnar út á við. Skipuleggjandi hátíðarinnar, Rikke Öxner segir skýringuna vera almenna niðursveiflu í efnahagslífinu og samkeppni við amerískar tónlistarhátíðir þar sem plötuútgáfufyrirtæki ráða alltaf meiru og meiru um hvað á að vera vinsælt og lítur betur út og staðin fyrir að aðalatriðið ætti að sjálfsögðu að vera hvað hljómar best.
Til að upplýsa betur hvað Manu Chao er þá er hann spænsk-franskur neonhippi sem gerir allt til að verða eins og Spike Jones. Hann spilaði einnig á hátíðinni árið 1991 og hefur selt um 2,5 milljónir eintaka af síðustu plötu sinni, Esparanza.
-
þessi grein er tekin af Nulleinn.is