Bítlarnir
Bítlarnir
Þeir Bretar sem hafa orðið einna frægastir eru án efa Bítlarnir. Hljómsveitin The Beatles er frá Liverpool. Þeir urðu heimsfrægir árin 1963-1970. Svonefnt Bítlaæði ríkti og ungmenni hermdu eftir goðum sínum, drengir létu hár sitt vaxa og líkt var eftir Bítlunum alstaðar. Ísland varð ekki útundan og náði þessi tíska snemma hingað til lands.
Margir telja að Bítlarnir hafa mikið að segja í menningu 20.aldar lífshættir og hugsunarháttur hafi um margt breyst á þessum árum og þeir hafi verið meðal fyrstu fulltrúa þessara breytinga.
Meðlimir Bítlana voru:
John Winston Lennon(John Lennon)
F. 9. október 1940 - L. 1980
Hann var lagahöfundur og söng þau lög sem hann samdi hann var einig gítarleikari.
James Paul McCartney (Paul McCartney)
F. 25.febrúar 1942
Hann var lagahöfundur og söng þau lög sem hann samdi hann var líka bassaleikari.
George Harrison
F. 25.febrúar 1943 L. 2001
Gítarleikari og samdi örfá lög og söng þau.
Richard Starkey (Ringo Starr)
F. 7.júlí 1940
Hann var trommuleikari og hann samdi nokkur lög og hann söng þau.
Cartney Harrison Lennon Ringo
Þann 11. september 1962 tóku Bítlarnir upp sína fyrstu smáskífu, Love Me Do / P.S I love you. Þá höfðu þeir fengið Ringo Starr til liðs við sig og höfðu enn og aftur breytt nafninu á hljómsveitinni. Þetta sinn hlaut hún nafnið The Beatles. Smáskífan var gefin út í Bretlandi þann 5. október og komst hún á topp 20 listann.
Bítlarnir urðu frægasta hljómsveit Breta árið 1962. Þeir Paul McCartney, George Harrison, John Lennon og Ringo Starr eins ég sagði áðan voru í Bítlunum. Fljótlega eftir að Bítlarnir byrjuðu, byrjaði Bítlaæðið um alla Evrópu.
Bítlarnir eru vafalaust vinsælasta og frægasta hjómsveit sögunnar og hefur hjómsveitin margsinnis hlotið verðlaun og viðurkenningar fyrir tónlist sína. En nú er þeir eru hættir fyrir löngu. Plötur þeirra eru stöðugt að fá verðlaun frá ýmsum aðilum sem bestu plötur aldarinnar og eru það sérstaklega Revolver og Sgt. Peppers Lonely Hearts Club Band sem eru búin að hljóta mörg verðlaun. Bítlarnir höfðu svo mikil áhrif á fólk að hár og fatatískan breyttist í stíl við þá. Allt sem Bítlarnir gerðu virtist slá í gegn og voru þeir teknir í goðatölu af mörgum aðdáendum.
Bíómyndin A Hard Day's Night kom út og á tímabilinu júní til nóvember 1964 héldu Bítlarnir tónleika í yfir 50 borgum í fjórum heimsálfum. Vaxmyndir af þeim voru settar upp í Madame Tussaud's og fanklúbburinn sló öll met með 50 þúsund meðlimum
Útvarpsstöðvar bönnuðu tónlist Bítlanna og má nefna að í Suður-Afríku var ekki aflétt fyrr en eftir að Bítlarnir leystust upp árið 1970. opinber afsökun Lennons hafði lítið að segja og á tónleikum sem haldnir voru í Mephis Coliseum urðu þeir fyrir aðkasti frá aðdáendum.
Bítlarnir hætta
Þó að mörg af bestu lögum þeirra væru hljóðrituð á þessum tíma, voru fjórmenningarnir allir farnir að hallast hver í sína áttina. Allir voru þeir farnir að búa og eyða meiri tíma með eiginkonum og kærustum. John Lennon sagði í viðtali að Bítlarnir væru vinsælli en sjálfur Jesús.
Bítlarnir spiluðu síðast saman í janúar árið 1969.
8. desember árið 1980 var John Lennon myrtur af brjáluðum aðdáanda sínum í New York. Hann lét eftir sig eiginkonu og tvö börn. Hann giftist Yoko Ono 20. mars 1969. Þau eignuðust saman drenginn Sean, en John átti með fyrri eiginkonu sinni drenginn Julian.
Meðlimir Bítlanna sem eftir lifðu héldu í sitt hvora áttina og hófu sólóferil. Vinsældir þeirra minnkuðu ekki og eru Bítlarnir ennþá átrúnaðargoð margra tónlistaráhugamanna. Það er varla til það mannsbarn sem ekki þekkir Bítlana.