Ég sá myndbandið við þetta lag á popptíví síðastliðna nótt og bara verð að fjalla aðeins um það hérna og segja hvað mér finnst um myndbandið og lagið.
Til að byrja þá er þetta eitt af þessum myndböndum þar sem hljómsveitin sést spila lagið í einhverjum bílskúr út í bæ semsagt “MÆM-myndband”. Inn á milli þegar það er enginn söngur sést Íris liggjandi í einhverju baðkari(hvað er svona flott við það?) og sýna sig í því. Það er ekki margt sem hægt er að bæta við þetta nema að það sem bjargar þessu myndbandi er endirinn þegar Íris sést og Egill er bakvið hana, þau 2 sjást bara, Egill stendur upp, hendir öðrum kjuðanum í loftið, grípur hann og fer frá settinu og þá er myndbandinu lokið og á skjánum kemur mynd af hljóðfærunum og það stendur Ber.
Þetta er samt bara ágætis myndband en lagið sjálft er alls ekki að höfða til mín, þetta er eitt af þeim leiðinlegustu lögum sem ég hef heyrt í ár t.d. fer þetta andsk*** vúú hjá henni Írisi í mig, hún ofnotar þetta, dæmi: í Orginal syngur hún:“Hver er orginal, Vúú.” síðan er líka eins og hún geti ekki sagt ú, annað dæmi: í lsginu Hvenær fáum við nóg syngur hún(og það er mjög áberandi): “Hvenær fáum við nú?” Ég hélt að lagið héti “hvenær fáum við nóg” en ekki “nú”, þeta er fáranlegt og þetta fer bara í mig, getur hún ekki sleppt öllu þessu ú og vú kjaftæði eða allavega sagt eitthvað annað í staðinn!
Ég veit að það eru örugglega margir ósammála mér með þetta og aðrir sammála mér og það er líka bara allt í lagi, ég er bara að segja mína skoðun á þessu lagi og aðrir mega hafa sína skoðun, það er nú einu sinni málfrelsi hérna.